Baskarannsóknir

 

Haustið 2005 hófst forkönnun á meintum minjum eftir baskneska hvalveiðimenn á Strákatanga í Kaldrananeshreppi. Mannvirkin standa á litlum tanga í Hveravík, í mynni Steingrímsfjarðar og eru í landi bæjarins Kleifa á Selströnd. Minjarnar samanstanda af fjórum rústum og eru þrjár þeirra í einum hóp en sú fjórða stendur nokkuð sunnar. Rannsóknin var styrkt af Fornleifasjóði og er verkefnið samvinnuverkefni Strandagaldurs ses og Náttúrustofu Vestfjarða sem miðar að því að rannsaka á þverfaglegan hátt efnislegar leifar eftir erlenda hvalveiðimenn á Íslandi. Í Kaldrananes- og Árneshreppum er talsvert um örnefni sem tengjast frönskum, spönskum og baskneskum hvalveiðimönnum en slíkar minjar hafa aldrei áður verið rannsakaðar með fornleifafræðilegum aðferðum.

Smellið hér fyrir skýrslu vegna rannsóknanna árið 2008 á PDF formi. (Enska) 

Smellið hér fyrir skýrslu vegna rannsóknanna árið 2005 á PDF formi. (Enska) 

Smellið hér fyrir skýrslu vegna rannsóknanna árið 2006 á PDF formi. (Íslenska)

Til að skoða ljósmyndir af gripum sem komið hafa upp við uppgröftinn smellið hér.

Title Filter      Display #  
# Article Title Author Hits
1 Heimildaskrá Strandagaldur 11611
2 Teikningar, uppdrættir Strandagaldur 11133
3 Kort Strandagaldur 11583
4 Niðurstöður á frumrannsókn Strandagaldur 10690
5 Fornleifauppgröfturinn - Ragnar Edvardsson Strandagaldur 11316
6 Markmið og aðferðarfræði Strandagaldur 9759
7 Hvalveiðar útlendinga við Ísland á 17. öld - Magnús Rafnsson Strandagaldur 17988
8 Hvalveiðar Baska á Íslandi Strandagaldur 13644