Reynir

Reynir hefur 18 náttúrur, níu góðar og níu vondar. Í því húsi sem hann er fæðist enginn og deyr enginn.

 

Reynir má ekki vera bara öðrum megin í skipi því þá steypist það á hlið.

 

Reyni og eini verður að hafa báða í skipi til að halda jafnvægi milli tegundanna.

 

Ef reynir brennur á milli vina verða þeir óvinir.

 

Ef reynir og einir eru í sama húsi brennur það.

 

Í keltneskum löndum var mikil trú á reynivið og var hann gjarnan hafður framan við hús til að varna illum öndum og afturgöngum að komast inn í þau.

Mailing list