Galdra-Imba

Ingibjörg Jónsdóttir var eiginkona sr. Árna Jónssonar í Hvammi á Skagaströnd sem ákærður var 1679 fyrir að valda veikindum og drepa skepnur. Presti var dæmdur tylftareiður sem honum tókst ekki að koma fram og flúði þá til Austfjarða og þaðan til Englands. Ingibjörg dvaldi á Austfjörðum eftir brotthlaup prests og árið 1687 bar hún fram þá beiðni á alþingi að fá að sverja af sér galdraryktið. Sýslumaðurinn í Múlasýslu studdi þessa viðleitni hennar og var erindið samþykkt af þingmönnum en engu að síður taldi þjóðtrúin hana fjölkunnuga.

Fjöldinn allur af sögum um Imbu er í Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar.

Mailing list