Magnús Björnsson - lögmaður

Magnús Björnsson (1595-1662), sýslumaður í Eyjafirði, var sonur Björns ríka Benediktssonar og konu hans Elínu Pálsdóttur. Hann varð stúdent frá Hólaskóla 1613 en dvaldi síðan í Hamborg og Kaupmannahöfn um 1614. Hann varð lögmaður 1639 að kröfu hirðstjóra og hélt þeim starfa í 23 ár eða þar til hann sagði af sér vegna veikinda. Magnús var einn auðugasti maður á sinni tíð enda var hann fjárgæslumaður mikill, en þó höfðingi og rausnarmaður. Hann var og fræðimaður, ættvís og skáldmæltur.

Magnús var mjög harður í afstöðu sinni til galdra og galdramanna og stóð að fyrstu galdrabrennunni árið 1625 þegar Jón Rögnvaldsson úr Svarfaðardal var brenndur fyrir að vekja upp sendingu gegn óvini sínum, auk þess sem hann fjallaði um önnur mál í lögmannstíð sinni.

Mailing list