Rögnvaldur Sigmundsson - sýslumaður

Rögnvaldur Sigmundsson var sýslumaður í Strandasýslu 1687-1700 en bjó stórbúi í Innra-Fagradal á Skarðströnd. hann ákærði mág sinn, séra Árna Loptsson fyrir að hafa valdið veikindum sínum og konu sinnar með gjörningum. Árni, sem var hálfgerður vandræðaklerkur og hafði áður komið nálægt galdramálum, kom fram tylftareiði á prestastefnu og sættust þeir mágarnir án eftirmála.

Rögnvaldur sýslumaður stjórnaði dómi í máli Klemusar Bjarnasonar úr Steingrímsfirði sem var síðastur dæmdur til dauða fyrir galdur þótt kóngur breytti dómnum síðan í útlegð.

Mailing list