Þuríður Ólafsdóttir - brennd 1678

Heimildir um brennu mæðgininna, Þuríðar og Jóns, eru ærið brotakenndar en víst er að sr. Páll í Selárdal taldi þau völd að veikindum Helgu konu sinnar sem enn þjáðist mjög af hinum ókennilega sjúkdómi.

Mæðginin höfðu komið úr Skagafirði sumarið áður og voru ný og óþekkt í sveitinni, en ekki er vitað nánar um málavexti.

Skagfirskur annáll segir að Jón hafi gasprað um að þau hefðu farið yfir vatnsföll án þess að nota hest eða ferjur, svo mikil væri kunnátta móður sinnar. Þau voru bæði tekin og brennd í Barðastrandasýslu.
Sjá einnig: Selárdalsmál.

Mailing list