Goðdalur í Bjarnarfirði

Goðdalur í Bjarnarfirði er ekki nefndur í fornum ritum, en fjölmörg munnmæli tengja staðinn við fornan átrúnað, vætti og dularfull öfl. Í dalnum er friðaður haugur sem sagt er að fornmaðurinn Goði liggi í.

Í Goðdal á að vera hofrúst og sagt er að hofgoðinn hafi varpað goðalíkneskjum í Goðafoss, eftir að hann lagði af heiðinn sið. Haugurinn og umhverfi hofsins eru álagablettir og skepnum var aldrei beitt á þá og þeir aldrei slegnir.

Guðmundur biskup góði mun hafa reynt að bægja vættum og forneskju úr dalnum á 13. öld, en talið er að fljótlega hafi sótt í fyrra horf. Allt fram á 19. öld voru draugar og aðrar óvættir taldar búa í Goðdalsgljúfrum.

Byggð lagðist af í Goðdal árið 1948 eftir hörmulegt snjóflóð.

Goddalur_Bjarnarfirdi
Loftmynd af Goðdal.
Ljósm.: Mats Wibe Lund - með góðfúslegu leyfi