Lbs 764 4to

Sumar galdraskræður geyma málrúnir og margar tegundir leturs. Flestar þessar bækur eru síðara tíma verk þótt málrúnir, bandrúnir og letur finnist í gömlum handritum. Þessi skræða frá því um 1820 er sérstök að því leyti að þótt heiti galdranna séu auðlesinn er allur texti á leyniletri.

Image

Image
Til að lesa sér til um hvernig fara eigi að því að vita það maður vill eða hvaða merkingu Ónæðis stafur hefur, þarf að geta lesið tvö letur. Sá sem vildi kunna galdur þurfti því að vera fjölkunnugur í fleiri en einni merkingu.

Ljósm.: Landsbókasafn - Háskólabókasafn

Mailing list