1611

Unnið var víg í Steingrímsfirði. Oddur nokkur drap Sveinbjörn Atlason með broddstaf. Oddur var tekinn af lífi.

Draugur gekk aftur á Snæfjöllum með grjótkasti dag og nótt allan veturinn.

Sigríði Halldórsdóttur var drekkt í Dalasýslu. Hún og Jón Oddsson, sá hinn sami og freistaði þess að opna Mókollshauginn 1610, lögðust út í helli nálægt Felli í Kollafirði. Hann komst undan með engelskum.

Mailing list