1662


Þá kom Magnús Björnsson lögmaður ekki til alþingis vegna veikleika. Hann skrifaði á alþing og sagði af sér lögmannsembættinu. Var þá kjörinn til lögmanns Þorleifur Kortsson, áður sýslumaður í Strandasýslu. Hann bjó þá á Bæ í Hrútafirði.

Magnús Jónsson frá Reykhólum fékk hálfa Strandasýslu og varð þar sýslumaður.

Fjallað um Galdra-Möngu á alþingi, fjórir fangavottar telja hana saklausa, einn nefndarvottur hefur lofað að sverja með henni. Ákveðið var að hún fái að njóta fangavottanna ef einn sver í viðbót. Fyrst um lífið er að tefla er Þorleifi Kortssyni vítalaust að sýna þá miskunn.

Ragnheiður biskupsdóttir í Skálholti elur sveinbarn í Bræðratungu og Daði Halldórsson gengst við faðerninu. Var biskupi ókunnugt um þunga hennar.

Mailing list