1666


Lagt fram á alþingi „blað og eikarspjald hvar á voru skornir og uppmyndaðir caracteres eða óvenjulegar stafamyndir.“ Jón Jónsson, kallaður landi, vinnumaður séra Jóns Gíslasonar í Gullbringusýslu átti þá en sagðist aldrei hafa brúkað. Honum voru dæmd tuttugu vandarhögg en stakk af áður en hegningin var lögð á.

Á þessu ári rak staf einn í Hrútafirði með broddi; hann var af góðum grenivið kvistalausum með hvalbeinshólk. Sögðu þeir sem stafinn mældu að hann hefði verið nær 20 álnir, en broddurinn 4 eða 5 álnir, þó mjög upp máður að framan. Stafurinn var svo digur ofan að naumast mátti með báðum höndum yfir spenna. Var meining flestra að hann hefði rekið úr óbyggðum og tilheyrði tröllum.

Dómur úr Strandasýslu um ólíðanleg varningskaup á tóbaki og öðru klattaríi.

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar koma út.

Mailing list