1670


Í Hrútafirði hengdi sig maður í hrosstagli.

Tveir menn úr Trékyllisvík, Sigmundur Valgarðsson og Eyjólfur Jónsson, voru galdramáli bornir. Báðir sluppu naumlega við líflát. Sigmundi var dæmt eitt húðlát sem næst gangi lífi á alþingi og annað ekki minna heima í héraði, en Eyjólfi þurfti að þola þrjár hýðingar, allar fast og alvarlega á lagðar, eina á þingi, aðra á Bessastöðum og þá síðustu sennilega heima.

Dómur um meðferð Árna Péturssonar úr Barðastrandarsýslu á galdrakveri. Málið var falið sýslumanni.

Einar Torfason ordineraðist til Staðarkirkju í Steingrímsfirði og fékk fógetans bréf fyrir þeim stað ofan á allhörð mótmæli sóknarmanna og gerðist þar prófastur.

Mailing list