1674


Brenndir á alþingi Páll Oddsson að norðan og Böðvar Þorsteinsson undan Jökli. Páll var ákærður fyrir rúnaspjöld sem hann nafngreindi annan eiganda að og viðurkenndi aldrei að hafa farið með galdur. Sagt er að hann hafi stungið höfðinu út úr eldinum og sagt: „Sjáið þar sakleysi mitt.“ Böðvar var dæmdur fyrir að hafa spillt aflabrögðum og viðurkenndi brot sitt.

Eggert Björnsson fann eikarspjöld og eitt beinstykki í buxum Bjarna Ólafssonar. Ýtrasta rannsókn var samþykkt en Bjarna beðið vægðar á þingi.

Í Hrútafirði skaðaði einn maður annan á hvalfjöru, stakk hann með broddstaf í fótinn. Af því kom blástur í allan búkinn svo hann dó innan fárra daga en vegandinn komst undan.

Síra Páll Björnsson prófastur, semur ritið Character bestiæ (Kennimark kölska) þar sem má fræðast um djöflatrú þá sem kirkjunnar menn börðust gegn.

Brynjólfur Sveinsson biskup og sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson deyja þetta ár.

Mailing list