1675


Brenndur á Alþingi gamall maður, Lassi Diðriksson úr Arnarfirði vestan. Var honum gefið að sök að vera valdur að veikindum sona séra Páls í Selárdal. Lassi meðgekk aldrei og var settur á bálið án játningar.

Brenndur í Húnavatnsþingi Magnús Bjarnason fyrir galdur. Hann var dæmdur fyrir að bera ábyrgð á sjúkleika Helgu Halldórsdóttur í Selárdal.

Andaðist Vilhjálmur Arnfinnsson sýslumaður Strandasýslu (kallaður Galdra-Vilki), en Magnús Jónsson á Reykhólum fékk þann sýslupart aftur.

Guðmundur Þórðarson sór tylftareið fyrir galdraáburð Lénharðs Jónssonar.

Mailing list