1677


Brenndur á alþingi Bjarni Bjarnason af Vestfjörðum og Þorbjörn Sveinsson, kallaður Grenjadals-Tobbi, úr Borgarfirði, báðir fyrir galdra og gjörninga mönnum og fé. Á Bjarna var m.a. borið að hafa valdið dauða Ingibjargar Pálsdóttur. Á Þorbirni fannst skinnbudda með þrem kverum og skinnlengjum, allt með galdrastöfum.

Hjá Bjarna Arasyni úr Ísafjarðarsýslu fannst eitt blað með galdralegum ristingum. Hann var dæmdur til alvarlegrar húðlátsrefsingar.

Páll Torfason sýslumaður bar fram óvenjuleg stafa blöð sem fundust í Sandakirkju í Dýrafirði.

Réttaður í Strandasýslu Þorlákur Þorsteinsson og tekinn af lífi.

Í Steingrímsfirði var hengdur maður fyrir þjófnað; hafði hann brotið hús og hirslur manna til fjár.

Franskt hvalaskip steytti í Skellibjarnarvík á Ströndum. Sigldu sumir skipbrotsmenn á 2 bátum suður fyrir land á Bessastaði, í Hólm og Hafnarfjörð. Þeir voru aflagðir í Geluckstað.

Þetta ár kom heim ferðalangurinn Ásgeir Sigurðsson sem síðar bjó á Ósi í Steingrímsfirði. Skrifaði reisubók.

Mailing list