1679


Bjarni Þorgeirsson í Álftafirði borinn galdraáburði af Þórunni Árnadóttur konu séra Björns Þorleifssonar, fyrir að vera valdur að veikleika hennar. Honum var eiður dæmdur og svarinn ósær af nefndarvættum. Síðan dæmdur af lögmanni til tveggja húðlátsrefsinga.

Hallvarði Stefánssyni í Kjós eignaður veikleiki Gísla að Hurðarbaki, ryktið ekki talið hafa lagagrundvöll og vísað til rannsóknar í héraði.

Lýst eftir Einari Þorbjörnssyni úr Miðfirði sem borinn var galdri af séra Jóni Bjarnasyni.

Þorleifur Kortsson segir af sér lögmannsembætti sökum aldurs. Kosinn Magnús Jónsson Magnúsarson Arasonar og Jórunnar Magnúsardóttur lögmanns Björnssonar er þá hafði Strandasýslu og lagði þar af eið sinn.

Einar prestur Torfason prests Snæbjarnarsonar sem hélt Stað í Steingrímsfirði sigldi fyrir kóng. Hann hafði uppvís orðið að hórdómsmáli en hafði um nokkur ár vafið með ýmsum krókum og brögðum barneignarmál Guðrúnar Halldórsdóttur sem til heimilis hafði lengi verið hjá honum, en hún hafði nú lýst hann föður að þessu barni.

Mailing list