Þorsteinn Högnason hét maður er galdrum var borinn af mörgum í Húnavatnssýslu en meðgekk aldrei. Hann var strýktur.
Fundið galdrablað í Þverárþingi með stórum ljótum charactere og ósæmilegri fyrirsögn. Afhent Magnúsi Jónssyni sýslumanni til að reyna að uppgötva eigandann.
Andaðist 8 vetra stúlkubarn Bjarna Sturlusonar í Tungu í Bolungarvík er fyrirfarandi vetur og sumar hafði mjög kramið og kvalið verið af illum anda; meinast af galdraverkum, aðsveigt af völdum Helgu Höskuldsdóttur, hverrar tylftareiður þar fyrir á Hólsþingi dæmdur var, hver eð féll því sumar eiðakonur vildu ei með henni sanna; var síðan strýkt á Nauteyrarþingi eptir lögmannsdómi.
Á alþingi hengdur maður úr Strandasýslu fyrir þjófnað, annar hálshöggvinn er orðið hafði að skaða dönskum manni á Vestfjörðum og launtekið frá honum fjárhluti nokkra.
© 2000-2014 - Strandagaldur ses - Höfðagata 8-10 - 510 Hólmavík - galdrasyning@holmavik.is - Sími/Tel: 897 6525