1683


Sveini Árnasyni var dæmdur tylftareiður á Nauteyrarþingi fyrir áburð séra Sigurðar Jónssonar í Holti í Önundarfirði um veikleika sinna barna. Sveinn kom ekki fram eiðnum og var um haustið brenndur í Arngerðareyrarskógi á Langadalsströnd.

Var Árna Jónssyni á Höfðaströnd (í Grunnavík) dæmdur tylftareiður fyrir galdraáburð Teits Jónssonar hvern hann sór um vorið.

Einnig var Hannesi Illhugasyni tylftareiður dæmdur fyrir galdraáburð Steinþórs Ormssonar.

Gísli Árnason á Mýraþingi strýktur fyrir galdra eftir eiðfall.

Rykti á Ástríði Vigfúsdóttur í Dölum. Talin sú sama og dauð og uppvakin fannst við Haukadalsá.

Hafís kom í Grindavík svo og mikill fyrir norðan, einnig mikill um Strandir svo ei sást út yfir af háum fjöllum og lá lengi fram á sumar.

Jóni Hreggviðssyni kennt um dráp Sigurðar böðuls.

Mailing list