1685


Þetta ár dæmt í guðlöstunarmáli Halldórs Finnbogasonar, þess sem hafði snúið Faðirvorinu upp á djöfulinn. Hann var brenndur fyrir guðlast.

Herra Þorleifur Kortsson og Ingibjörg kona hans fóru frá Þingeyrum og vestur til Bæjar við Hrútafjörð, á jörð sína.

Herra Sigurður Björnsson lögmaður þingaði á Kálfatjörn um ófríhöndlunarmál Strandamanna; þeim dæmt búslóðarstraff.

Þá var prestur á Stað í Aðalvík Vernharður Erlendsson og hafði hann misst prestskapar fyrir galdrarykti.

Tekið fyrir rykti á alþingi um galdrakrot á grenifjöl sem fannst í altari kirkjunnar á Mel í Miðfirði, álitnar engar óvenjulegar rúnir eða ristingar.

Mailing list