1686


Mál Sigurðar Torfasonar fyrir þing. Lögmaður átelur dóm frá Tungu í Örlygshöfn, telur skorta sannanir. Hafi „vond kynning Sigurðar við málið aukist ... einnin vitnisburðir fram komnir upp á hans orð að um dysjaðan dauðs manns líkama engelskan forvitnast hafi, þar af bein og tennur burt tekið hvað ei hefur fyrr hér í lögréttu né fyrir lögmenn í héraði fram komið.“ Sigurður hvarf og var lýst eftir honum árið eftir.

Andaðist séra Árni Einarsson á Ósi í Steingrímsfirði. Hann hafði misst prestskap í Skarðsþingum og bjó síðan lengi embættislaus á Ósi. Einnig Magnús Halldórsson á Kambi í Veiðileysu; frá honum er komin fjölmenn ætt í Strandasýslu. Hann var nafnfrægur hákallamaður, dó af ætu sem hann fékk í tunguna.

Mailing list