1687


Þingað á Hóli í Bolungarvík um galdramál Péturs Ólafssonar og til eiðs dæmt. Honum var eiðurinn ósær svarinn og var hann á alþingi strýktur og annað húðlát í héraði dæmt.

Blöð komu fram úr Múlaþingi frá Jóni heitnum Þorlákssyni, annað til fiskiheilla með settum galdrastaf og hitt um kvennamál með sínu átrúnaðarteikni.

Síðasta málið tengt Selárdal, ákæra á Þorstein Helgason fyrir eftirskilin galdrablöð. „Skal flytjast til typtunar,“ en strauk og lýst var eftir honum á alþingi.

Lýst var eftir Ásmundi Grímssyni úr Vöðlaþingi fyrir galdragrunsemd.

Ingibjörg Jónsdóttir í Múlaþingi (Galdra-Imba í þjóðsögum, kona sr. Árna Jónssonar á Skagaströnd, sjá 1680) biður um og fær að leggja fram frelsiseið vegna galdraryktis.

Mailing list