1691


Kom hingað kóngleg skikkan af dato 5. maí að þessi Klemus Bjarnason skyldi æfinlega útlægur af landinu. Var hann þá útfluttur og dó í Kaupmannahöfn veturinn eftir, kristilega eftir sögn biskupsins herra Einars Þorsteinssonar, hver honum dauðvona veitti þar heilagt sakramenti. Eigi hafa galdramenn hér síðan brenndir verið og minna borið á svoddan málum, segir í annálum.

Sigurður Hákonarson þóttist hafa fundið galdrakver á Skutilsfjarðareyri, var það fram lagt og honum dæmdur eiður fyrir.

Gissur Brandsson hýddur fyrir guðlast.

Sigríður Magnúsdóttir úr Barðastrandarsýslu bar galdra á Halldór Jónsson, honum var dæmdur tylftareiður.

Mailing list