Galdratöluskip

Talbyrðingur til að granda hundtyrkjum og útlendum sjóreyfurum.
Þessi galdrastafur sem er bandrún á að ristast á skinn af frumsafrumsakálfi en frumsafrumsakálfur heitir það afkvæmi sem komið er af venjulegri kú og sænauti.

galdrastoluskipGaldratöluskip
Í bandrúnina á að innibinda eftirfarandi vísu til að granda ræningjaskipum.

Hátt eru segl við húna
hengd með strengi snúna.
Séð hef ég ristur rúna
mig rankar við því núna.
Ofan af öllu landi
ógn og stormur standi,
særokið með sandi
sendi þeim erkifjandi.

Mailing list