AM 158 4to - Hlíðarendabók

Íslenskir galdrastafir eiga margir hverjir rætur að rekja til fornra rúna. Þeir hafa verið þekktir frá því löngu fyrir brennuöld og fyrir kemur að galdrastafir séi skrifaðir á spássíur gamalla handrita. Svo er um þetta skinnhandrit sem er frá því um 1500 og nefnt er Hlíðarendabók. Það mun hafa verið í egu Vísa-Gísla sýslumanns á Hlíðarenda í Fljótshlíð.

Hlíðarendabók hefur að geyma Jónsbók, Kristinna laga rétt og fleiri lagatexta. Yfirleitt var meira lagt í gerð lögbókarhandrita og þau hafa oftar en ekki varðveist betur en sagnahandrit. Á þessa síðu handritsins hefur verið teiknaður upp galdrastafur neðan við textann (e.t.v. af skrifaranum) og síðan hefur verið gerð tilraun til að skafa hann af. Dæmi um álika spássíukrot finnast í fleiri fornum handritum, t.d. Heimskringluhandritinu Codex Frisianus.

Image

Ljósm.: Jóhanna Ólafsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar.

Mailing list