Saturday, 03 June 2006 10:22
Written by Strandagaldur
Sigið eftir krummum
Farið var í gær og sóttir litlir munaðarleysingar sem frést hafði af í nágrenninu. Við höfum komist á snoðir um að búið væri að skjóta foreldrana og því sækjum við unga til að ala upp í þeirra stað. Þetta er þriðja sumarið sem Galdrasýning á Ströndum tekur að sér munaðarlausa hrafnsunga og elur þá upp. Meðfylgjandi myndir að neðan eru frá því tækifæri. Laupurinn sést þarna rétt hægra megin við sigmanninn en það var talsverðum erfiðleikum bundið að bjarga litlu skinnunum sem kúrðu í laupnum hátt í klettinum. Þeir voru sóttir ofan frá.

Klettaborgin sem laupurinn er í

Hrafnslaupurinn - það má greina í lítinn gogg í laupnum

Sigið eftir ungunum. Laupurinn er á sillunni hægra megin við sigmanninn.