Það er ekki hægt að segja annað en að Séra Páll og Brynjólfur biskup vaxi hratt. Þeir eru nú búnir að vera í fóstri hjá Galdrasýningunni síðan 2. júní. Brynjólfur var ógnar smár, og varla með opin augun, en Páll hefur ætíð verið sterkur og stór. Nú hefur Brynjólfur tekið vaxtarkipp, en samt er hann Páll en sá stærri og frekari. Hins vegar eiga þeir bræður þrennt sameiginlegt: Þeir eru sífellt svangir, raddbönd þeirra eru einstaklega sterk, það sterk að það er erfitt að tala við næsta mann meðan verið er að gefa þeim í gogginn og einnig skíta þeir óskaplega mikið. Ef fram fer sem horfir með galdrakraftinn í þeim bræðrum þá verða þeir komnir fyrr út að sýna sig og sjá aðra, en við héldum.


galdrahrafnar
Brynjólfur biskup til vinstri og Sr. Páll til hægri

Mailing list