Prestarnir dafna vel

Krummarnir Brynjólfur biskup og Séra Páll dafna vel og þeir eru ennþá hafðir innandyra. Í morgun voru þeir baðaðir og skipt um laup hjá þeim sem er meira í líkingu við alvöru laup en sá sem þeir hafa verið í frá því þeir komu til okkar þann 2. júní. Þeir voru hæstánægðir eftir baðið og það kurraði í þeim af ánægju á eftir. Meðfylgjandi mynd er af séra Páli eftir baðið í nýja laupnum sínum. Við gerum ráð fyrir því að þeir verði farnir að vera úti eftir um það bil hálfan mánuð. Um leið byrja þeir að æfa ýmsar kúnstir og læra á lífið.

 

Sr. Páll
Séra Páll er stærri en Brynjólfur biskup