Breyttur opnunartími Kotbýlis kuklarans

Opnunartími Kotbýlis kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði breytist þann 16. ágúst og verður frá kl. 12:00 - 18:00 alla daga fram til mánaðarmóta. Hátt í tvö þúsund gestir á öllum aldri og mörgum þjóðernum hafa komið í kotbýlið í sumar. Framundan er að bæta þjónustuaðstöðuna til muna á svæðinu með byggingu sérstaks þjónustuhúss næsta sumar. Þar verður öll aðstaða betri og meiri en hægt er að bjóða upp á í bráðbirgðaskúrnum sem er þar í dag. Ætlunin er að opna þar litla veitingasölu sem gestir á ferð um Bjarnarfjörð geta nýtt sér ásamt gestum sundlaugarinnar og tengja hana við starfsemi Strandagaldurs á svæðinu. Sundlaugin á Laugarhóli er áfram opin alla daga frá morgni til kvölds, nema seinnipart þriðjudaga, en þá er hún ætíð tæmd og þrifin.

Galdramaðurinn í kotbýlinu
Galdramaðurinn í kotbýlinu

Mailing list