Galdramaður af Ströndum kemur fram á tónleikum Sinfóníunnar

Galdramaður af StröndumÁ morgun laugardaginn 10. mars mun Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernharðar Wilkinsonar ljúka upp dyrum ævintýraheima þar sem kóngar, drottningar, álfar, tröll, galdramenn og furðulegustu kynjaverur halda til. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast klukkan 15:00. Þar munu strákústar taka upp á því að dansa eftir misheppnaða galdratilraun lærisveinsins, Dimmalimm leika á flautu, uglan hans Harry Potter taka flugið, næturdrottningin syngja aríu og galdramaður af Ströndum kemur fram og kveður niður drauga og forynjur.

Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson
Einsöngur: Viera Manasek
Einleikari: Björg Brjánsdóttir
Kynnir: Skúli Gautason

Höfundur og verk:

Wolfgang Amadeus Mozart: Töfraflautan, forleikur
Wolfgang Amadeus Mozart: Aría Næturdrottningarinnar
Paul Dukas: Lærisveinn galdrameistarans
Camille Saint-Saëns: Dance Macabre
Hector Berlioz: Nornadans úr Symphonie fantastique
Atli Heimir Sveinsson: Intermezzo úr Dimmalimm
John Williams: Harry Potter, Hedwigs theme

 

Mailing list