Galdramenn opna kosningavef

ImageGaldrasýning á Ströndum hefur opnað sérstakan kosningavef fyrir alla frambjóðendur og kjósendur í landinu þar sem birtast upplýsingar og góð ráð sem eiga að duga vel í Alþingiskosningunum sem fara fram eftir tæpar þrjár vikur. Þar er meðal annars að finna ráð til frambjóðenda að afla fylgis og að hafa betur í kappræðum. Kjósendur geta leitað ráða til að alþingismenn sem kjörnir verða gangi ekki á bak orða sinna og vinni og dugi vel næsta kjörtímabil. Hægt er að fara inn á kosningavef galdramanna af Ströndum með því að smella hér.

Mailing list