Galdraráðstefna í Vardö N-Noregi

Frá VardöGaldraráðstefna verður haldin í N-Noregi dagana 28. júní - 1. júlí. Strandagaldur er þátttakandi í ráðstefnunni en Magnús Rafnsson sagnfræðingur hjá Strandagaldri er einn fjölda fyrirlesara. Ráðstefnan kallast Witchcraft - Yesterday and Today - The Midnight Sun Witchcraft Confernence. Fjöldi fyrirlesara víða úr veröldinni og úr mörgum háskólum munu einnig leggja ráðstefnunni liðveislu. Þetta er í þriðja sinn sem Strandagaldur sendir fulltrúa á þessa ráðstefnu. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar á www.heksekonferansen.no og fréttatilkynningu á ensku með því að smella hér.

Mailing list