Draugadagar reglulega á komandi sumri

The Museum SorcererÍ sumar verða hinu vinsælu Draugadagar reglulega á dagskrá á Galdrasafninu á Hólmavík. Galdramaður sýningarinnar tekur þá á móti gestum og fræðir þá um uppvakninga og drauga og fær þá síðan í lið með sér að kveða niður draug. Þetta eru magnaðar samkomur og hafa vakið mikla lukku meðal gesta. Galdramaðurinn notar hverskyns særingar til að kveða niður drauginn og er sérstaklega útbúinn til að takast á við hann ef illa fer. Hér að neðan er lítið myndband, mest úr fórum fréttastöðvar Stöðvar 2 frá Draugadegi á síðasta ári.

Mailing list