Fornleifasjóður leggur til myndarlegan styrk

ImageFornleifasjóður hefur ákveðið að leggja til þriggja milljóna króna framlag til fornleifarannsóknarinnar í Hveravík við Steingrímsfjörð á þessu ári. Þar hefur undanfarin tvö haust verið unnið að undirbúningsrannsókn á minjum baskneskra hvalveiðimanna frá 17. öld. Það eru Strandagaldur og Náttúrustofa Vestfjarða sem standa sameiginlega að verkefninu. Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur er umsjónarmaður rannsóknarinnar og hann segir að myndarlegur styrkur fornleifasjóðs í ár geri það að verkum að verkefnið nái markmiðum sínum. Á síðasta ári var múrsteinshlaðinn bræðsluofn grafinn upp. Í sumar munu Ragnar ásamt Magnúsi Rafnssyni sagnfræðingi vinna að rannsókninni. Einnig munu danskur fornleifafræðingur og fornleifafræðinemar frá Bandaríkjunum taka þátt í henni. Hér að neðan er að finna símaviðtal við Ragnar Edvardsson um rannsóknina.

Með því að smella hér er hægt að nálgast skýrslur vegna rannsóknarinnar undanfarinna tveggja ára.  Einnig er hægt að skoða ljósmyndir af munum sem hafa komið upp með því að smella hér.
 

Mailing list