Útikaffihús í Galdragarðinum í sumar

ImageÁ Galdrasafninu á Hólmavík verður innan skamms hægt að kaupa framúrskarandi kaffi til að taka með eða njóta í galdragarðinum utan við sýninguna. Þar hefur verið bætt við borðum og bekkjum í vor svo gestir sýningarinnar og aðrir kaffiþyrstir geti notið góðs kaffisopa. Stefnt er að því að galdragarðurinn verði eins konar úti-kaffihús í sumar, en boðið verður upp á kaffi frá Kaffitári. Kaffigerðarvélin er væntanleg næstu daga en hún malar kaffið jafnóðum í bollann svo ferskleikinn verði í fyrirrúmi. Boðið verður einungis upp á kaffið í sérstökum Coffe-to-go málum og því upplagt að fá sér kaffisopa á Galdrasafninu til að taka með sér í skoðunarferð um Hólmavík. 

Það geta yfir tuttugu manns í einu fengið sæti í galdragarðinum og notið kaffidrykkjanna. Þar er gott að setjast niður í skjólinu, horfa út á höfnina og njóta þess að vera til.

Meðfylgjandi mynd er af einu kaffiborðinu í galdragarðinum sem lögð var lokahönd við að smíða í morgun. Það er gert úr stórri flatri steinhellu sem fest er ofan á gildan rekavið. Kollarnir eru smærri rekaviðardrumbar. Það er Konráð Hentze Úlfarsson starfsmaður Galdrasafnsins sem lætur fara vel um sig við borðið, meðan hann sýpur á kaffi og lætur fara vel um sig.

Image 

 

Mailing list