Viðskiptavinir netversunarinnar eru ánægðir með þjónustuna
Þriðjudagur, 13. Maí 2008 15:07
Sölubúð Galdrasýningar á Ströndum skiptir orðið talsverðu máli í rekstri
stofnunarinnar en hægt hefur verið að versla vörur í öruggu umhverfi á vefnum í
þrjú ár um þessar mundir. Það kemur á helst á óvart hvað íslendingar eru
duglegir að nýta sér þessa þjónustu en það lætur nærri að helmingur pantana í
gegnum sölusíðuna komi frá Íslandi. Viðskiptavinir netverslunarinnar eru afar
ánægðir með þjónustuna og sérstaklega hraða hennar. Vörur sem pantaðar eru
tímanlega á degi hverjum berast undantekningarlítið viðskiptavininum í hendur
strax næsta dag. Hér að neðan er hægt að skoða graf yfir hlutfall íslenskra og
erlendra viðskiptavina sölubúðarinnar á vefnum.