Mikilla tíðinda að vænta af fornleifauppgröftri

Hugmynd að útliti bygginganna á Strákatanga.Næstkomandi laugardag, þann 6. september verður opinn dagur á Strákatanga þar sem gestum gefst tækifæri á að fræðast um fornleifarannsóknirna sem hafa staðið þar yfir nokkur undanfarin ár. Fleiri minjar eru sífellt að koma í ljós sem tengjast erlendum hvalveiðimönnum við Steingrímsfjörð á 17. öld. Opni dagurinn á Strákatanga á laugardaginn stendur frá kl.13:00 til 16:00. Þá verður einnig uppljóstrað um mikilvægan fund í grennd við meginrústirnar sem gera rannsóknirnar enn meira spennandi og tengir Strákatanga jafnvel enn aftar í tíma. Fornleifavernd hefur þegar verið tilkynnt um þann fund, sem eins og fyrr segir verður ekki gerður opinskár fyrr en á opnum degi á laugardaginn.

Að sögn Ragnars Edvardssonar fornleifafræðings er rannsóknin Strákatangi afar mikilvæg í alþjóðlegu samhengi fornleifarannsókna og einstök í íslensku samhengi. Þar er að finna miklar minjar um starfsemi sem áður var ekki kunnugt um að hefði átt sér stað hér á landi.

"Já, það eru stórtíðindi sem við munum ljóstra upp um á laugardaginn", segir Ragnar að lokum en varðist allra frekara frétta. "Bíddu þar til á laugardag maður, það er þess virði. Það hefur legið þarna í árhundruð og er ekkert að fara".

Teikningin að ofan er eftir Ragnar Edvardsson og mun vera hugmynd að útliti bygginganna á Strákatanga. Það eru Strandagaldur ses og Náttúrustofa Vestfjarða sem standa sameiginlega að fornleifarannsóknunum á Strákatanga í Hveravík við Steingrímsfjörð á Ströndum.

 Hér má sjá gólfið í húsi beykisins og aðstöðu hans við að smíða tunnur utan um lýsið.
Hér má sjá gólfið í húsi beykisins og aðstöðu hans við að smíða tunnur utan um lýsið.
Ljósm.: Sigurður Atlason