Ritið Galdramenn er komið út
Miðvikudagur, 17. September 2008 17:07

Galdramenn - Sorcerers
Frá upphafi vega hefur mannkynið beitt göldrum til að hafa áhrif á
umhverfið og sig sjálft. Lengst af trúðu menn almennt á mátt galdra og
hrifu þeir ekki síst vegna þess að á þá var trúað. Mannleg samfélög
hafa því ávallt látið sig varða um galdra, en þó hefur afstaðan breyst
í tímanna rás, ekki síst á miðöldum og fram eftir nýöld. Í þessu riti birtast tíu greinar sem byggjast á fyrirlestrum af
ráðstefnunni "Galdur og samfélag á miðöldum" sem haldin var í
Bjarnarfirði á Ströndum í september 2006. Greinarnar fjalla um samspil
galdra og samfélags út frá ólíkum viðfangsefnum og eru dæmin ýmist frá
Íslandi eða erlendis frá, úr sögulegum veruleika eða bókmenntum. Bókina er hægt að nálgast í sölubúð Strandagaldurs á vefnum með því að
smella hér.
Greinarhöfundar eru:
Ármann Jakobsson
Helga Kress
Magnús Rafnsson
Már Jónsson
Ólína Þorvarðardóttir
Rune Blix Hagen
Stephen A. Mitchell
Sverrir Jakobsson
Torfi H. Tulinius
Ritstjóri: Torfi H. Tulinius
Útgefandi: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands
195 blaðsíður í kiljuformi.
ISBN: 978-9979-9877-1-0
Verð kr. 2.900.- með vsk.