Skilaréttur og sendingar

Allar vörur sem þú kaupir í vefverslun Strandagaldurs eru með skilarétti í 30 daga. Varan þarf að vera óskemmd og þú getur valið um að fá aðra vöru í staðinn eða fá vöruna endurgreidda. Sendingarkostnaður er þó ekki endurgreiddur.

Allar vörur eru sendar frá okkur samdægurs eða næsta virka dag eftir pöntun vörunnar. Þær eru sendar með Póstinum á það heimilisfang sem þú gefur upp. Það fer eftir skipulagi Póstsins hvort þú sækir vöruna á pósthús eða hvort hún er borin heim að dyrum.

Mailing list