Uppbyggingasjóður Vestfjarða styrkir Strandagaldur

Uppbyggingasjóður Vestfjarða ákvað nýverið að styðja við rekstur Galdrasýningar á Ströndum með myndarlegum rekstrarstyrk að upphæð kr. 2.500.000. Styrkurinn á eftir að koma sér vel fyrir reksturinn en Uppbyggingarsjóður er hluti af Sóknaráætlun Vestfjarða og er í umsjón Fjórðungssambands Vestfirðinga og tók við hlutverki Menningarráðs Vestfjarða og Vaxtarsamnings Vestfjarða og veitir styrki til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar.
Alls voru 9 þessara verkefna á sviði atvinnuþróunar- og nýsköpunar, en 11 verkefni voru annaðhvort viðameiri menningarverkefni eða að um var að ræða stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Upphæðir þeirra voru á bilinu 1,2 milljónir til 5 milljónir sem var hæsti styrkur á árinu 2015. Í flokknum minni styrkir (milljón eða minna), þar sem 20 milljónir voru til ráðstöfunar, fengu alls 36 verkefni styrkvilyrði á bilinu 110 þúsund til 1 milljón. Heildarfjöldi styrktra verkefna var því 56 og eru viðtakendur styrkjanna 49. Meðalupphæð styrkvilyrða í heildina er tæp 1,1 milljón.

Galdrasýning á Ströndum þakkar vel fyrir sig.

Heimasíðu Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða er að finna á slóðinni www.vestfirdir.is.

Mailing list