1606

Draugur banar ekkju. Herdís Magnúsdóttur var ekkja Ívars Ejólfssonar, en hann hafði drukknað tveimur árum fyrr. Snemma fór að bera á því að Ívar lægi ekki kyrr, en keyrði fyrst um þverbak þegar maður einn, Sturla Gottskálksson, bað ekkjunnar. Tók draugsi þá að vitja hennar, hafði við hana mök í svefni og togaðist á um sængurklæðin við hana. Þorleifur Þórðarson sem oftast er nefndur Galdra-Leifi var fenginn til aðstoðar og las hann draugnum stefnu og varð hlé á aðsókninni um stund. En síðan magnaðist draugagangurinn um allan helming og lauk með dauða Herdísar. Frá þessu segir Gísli Oddsson biskup.

Mailing list