1608

Guðrún Þorsteinsdóttir var brennd fyrir að hafa brennt barn í grautarkatli.

Þórdís Halldórsdóttir, Sólheimum í Skagafirði, sór eið fyrir alla karlmenn en fæddi barn skömmu síðar. Hún neitaði enn að hafa haft samræði við nokkurn mann og kvaðst enga skýringu geta gefið á tilurð barnsins. Réttað var í málinu 1612.

Þann 15. nóvember brann til grunna bærinn að Heydalsá í Steingrímsfirði vestra þegar neðanjarðareldur braust gegnum gólf í loftherbergi. Þetta hafði áður við borið á sama bæ hjá sama leiguliða.

Spænskir hvalveiðimenn á þrennum skipum komu á Strandir. Þeir rændu bæði viðum og peningum og voru strákfengnir.

Mailing list