Krummarnir

Galdra hrafnar

Það er ekki hægt að segja annað en að Séra Páll og Brynjólfur biskup vaxi hratt. Þeir eru nú búnir að vera í fóstri hjá Galdrasýningunni síðan 2. júní. Brynjólfur var ógnar smár, og varla með opin augun, en Páll hefur ætíð verið sterkur og stór. Nú hefur Brynjólfur tekið vaxtarkipp, en samt er hann Páll en sá stærri og frekari. Hins vegar eiga þeir bræður þrennt sameiginlegt: Þeir eru sífellt svangir, raddbönd þeirra eru einstaklega sterk, það sterk að það er erfitt að tala við næsta mann meðan verið er að gefa þeim í gogginn og einnig skíta þeir óskaplega mikið. Ef fram fer sem horfir með galdrakraftinn í þeim bræðrum þá verða þeir komnir fyrr út að sýna sig og sjá aðra, en við héldum.

Read more...

Krummarnir í ár skulu vera prestar

 

brynjolfur_biskup
Brynjólfur biskup
Krummar Galdrasýningar á Ströndum eru að sjálfsögðu nefndir eins og öll önnur dýr sem eru undir mannahöndum til lengri eða skemmri tíma. Sumarið 2004 hétu þeir Galdra-Manga og Galdra-Imba eftir meintum galdrakonum á 17. öld. Sumarið 2005 voru krummarnir nefndir eftir þeim Jóni lærða og Jóni glóa. Í ár skulu þeir verða nefndir eftir tveimur kunnustu prestum á 17. öld, þeim Séra Páli Björnssyni og Síra Brynjólfi Sveinssyni biskupi og verða hér eftir kallaðir þeim sæmdarheitum Séra Páll og Brynjólfur biskup.

 

Hrafnar sóttir í laup

laup1
Sigið eftir krummum
Farið var í gær og sóttir litlir munaðarleysingar sem frést hafði af í nágrenninu. Við höfum komist á snoðir um að búið væri að skjóta foreldrana og því sækjum við unga til að ala upp í þeirra stað. Þetta er þriðja sumarið sem Galdrasýning á Ströndum tekur að sér munaðarlausa hrafnsunga og elur þá upp. Meðfylgjandi myndir að  neðan eru frá því tækifæri. Laupurinn sést þarna rétt hægra megin við sigmanninn en það var talsverðum erfiðleikum bundið að bjarga litlu skinnunum sem kúrðu í laupnum hátt í klettinum. Þeir voru sóttir ofan frá.

Read more...

Fyrsti dagurinn

krummiÞótt krummarnir séu smáir þá kunna þeir að láta heyra í sér, sem er hið besta mál. Þegar þeir heyra að einhver er að nálgast kassann þeirra þá sjást tveir litlir hausar rísa upp úr kassanum með opin ginin í leit að fæði sem þegar er stungið upp í þá.

 

Jón glói 2005

Image
Jón lærði
Þetta er krummi frá sumrinu 2005. Hann var kallaður Jón glói. Hann dó eftir að hafa flogið á rafmagnslínu í Borgunum fyrir ofan Hólmavík. Hann var skemmtilegur fugl og blessuð sé minning hans.

Read more...

Page 1 of 2

Start
Prev
1