Fréttir

Unnið að gerð rímnadisks með Ásu Ketilsdóttur

Ása Ketilsdóttir í faðmi fjölskyldunnarStrandagaldur hyggst gefa út rímnadisk með kvæðakonunni Ásu Ketilsdóttur á Laugalandi við Ísafjarðardjúp á næstunni. Skúli Gautason tónlistarmaður sá um upptökur sem fóru fram á heimili Ásu fyrir um tveimur árum. Á hljómdiskinum fer Ása með barnarímur auk þess sem hún segir nokkrar sögur og þulur sem hún lærði í bernsku. Á uppvaxtarárum sínum á Ytra-Fjalli í Aðaldal lærði Ása mikið af stökum, kvæðum og þulum en það var mikið kveðið og sungið á bernskuheimili hennar. Ásta Þórisdóttir myndlistarmaður mun sjá um útlit disksins en nokkuð veglegur bæklingur um innihald hans mun fylgja með útgáfunni, myndskreyttur teikningum eftir Ásu úr barnæsku.

Lesa meira...

Leiðir að landslagi - Routes to Landscapes

ImageÞjóðfræðistofa stendur fyrir alþjóðlegu málþingi á Hólmavík dagana 10. - 11. október n.k.. Málþingið er unnið í samstarfi við Land- og ferðamálafræðiskor Háskóla Ísland og Rannsóknamiðstöð ferðamála. Málþingið sem kallast Leiðir að landslagi - Routes to Landscapes hefst föstudaginn 10. október kl. 14:00 og það eru allir velkomnir að fylgjast með. Þar munu tíu aðilar frá nokkrum evrópskum háskólum fjalla um viðfangsefnið frá ólíkum hliðum. Málþinginu mun ljúka um miðjan dag á laugardag. Í tengslum við sýninguna verður opnuð ljósmyndasýningin Kvikt landslag - Landscape in Motion í Þróunarsetrinu á Hólmavík sem er gerð af danska ljósmyndaranum Brian Berg.

Lesa meira...

Aukning erlendra gesta á Galdrasafnið

ImageÞýskir ferðamenn telja flesta gesti Galdrasafnsins á Hólmavík á eftir Íslendingum það sem af er árinu 2008. Þegar skoðað er hlutfall milli erlendra gesta á safninu þá telja Þjóðverjar langflesta gesti af einstökum erlendum þjóðum eða 36%. Frakkar eru næstir í röðinni með 12% hlutfall og Svisslendingar og Ítalir deila þriðja og fjórða sæti yfir gestakomur erlendra þjóða. Þegar skoðað er hlutfall milli íslenskra og erlendra ferðamanna þá eru erlendar gestakomur á Galdrasafnið í fyrsta skipti orðnir fleiri en íslenskar svo munar þremur prósentum. Þróunin undanfarin ár hefur verið í þessa átt en það kemur á óvart að það skuli gerast á þessu ári.

Lesa meira...

Við höfum eignast fjölmarga góða viðskiptavini

Image
Our museum online-shop
Viðskiptavinir okkar um allan heim eru mjög ánægðir með að versla í netverslun okkar. Þeir koma allstaðar að úr veröldinni og eru sérstaklega glaðir með góð samskipti og snögga þjónustu. Galdrasýningu á Ströndum hefur borist fjöldinn allur af ánægjulegum tölvupósti þar sem þakkað er fyrir góð viðskipti. Það eru skilaboð sem gaman er að lesa. Netverslunin skiptir orðið meira máli með hverju ári í rekstri Galdrasýningar á Ströndum og við viljum koma á framfæri kærum þökkum til okkar fjölmörgu viðskiptavina og vonumst til að geta gert enn betur í framtíðinni. Hér að neðan er hægt að lesa nokkur skilaboð fá viðskiptavinum netverslunarinnar. 

Lesa meira...

Ritið Galdramenn er komið út

Image
Galdramenn - Sorcerers
Frá upphafi vega hefur mannkynið beitt göldrum til að hafa áhrif á umhverfið og sig sjálft. Lengst af trúðu menn almennt á mátt galdra og hrifu þeir ekki síst vegna þess að á þá var trúað. Mannleg samfélög hafa því ávallt látið sig varða um galdra, en þó hefur afstaðan breyst í tímanna rás, ekki síst á miðöldum og fram eftir nýöld. Í þessu riti birtast tíu greinar sem byggjast á fyrirlestrum af ráðstefnunni "Galdur og samfélag á miðöldum" sem haldin var í Bjarnarfirði á Ströndum í september 2006. Greinarnar fjalla um samspil galdra og samfélags út frá ólíkum viðfangsefnum og eru dæmin ýmist frá Íslandi eða erlendis frá, úr sögulegum veruleika eða bókmenntum. Bókina er hægt að nálgast í sölubúð Strandagaldurs á vefnum með því að smella hér.  

Lesa meira...

Fleiri greinar...

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

3