Fréttir

Galdramaður af Ströndum kemur fram á tónleikum Sinfóníunnar

Galdramaður af StröndumÁ morgun laugardaginn 10. mars mun Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernharðar Wilkinsonar ljúka upp dyrum ævintýraheima þar sem kóngar, drottningar, álfar, tröll, galdramenn og furðulegustu kynjaverur halda til. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast klukkan 15:00. Þar munu strákústar taka upp á því að dansa eftir misheppnaða galdratilraun lærisveinsins, Dimmalimm leika á flautu, uglan hans Harry Potter taka flugið, næturdrottningin syngja aríu og galdramaður af Ströndum kemur fram og kveður niður drauga og forynjur.

Lesa meira...

Annað bindi Islandia að koma út

ImageAnnað bindi í þriggja bóka teiknimyndaseríunni Islandia eftir franska höfundinn Marc Védrines kemur út í Frakklandi í næsta mánuði en eins og kunnugt er þá sækir höfundurinn innblástur í Galdrasýningu á Ströndum. Aðalsöguhetjan er franskur piltur á táningsaldri, Jacques að nafni, sem ræður sig um borð í franskt fiskiskip sem heldur til veiða við strendur Íslands á 17. öld. Í fyrsta bindinu sem kom út í maí á síðasta ári er fylgst með ferðalagi piltsins sem lagði upp í hættuför frá Frakklandi til Íslands til að skilja dularfullar sýnir sem höfðu birst honum frá barnæsku. Hann uppgötvaði í leit sinni að það er dularfullt samhengi milli drauma hans og íslenskra galdra og hann dróst inn í atburðarás galdraofsókna sem áttu sér stað í landinu á þeim tíma. Í lok fyrra bindis var Jacques hinn ungi orðinn eftirlýstur af íslenskum yfirvöldum vegna galdraáburðar.

Í öðru bindinu sem heitir Islandia - Les fjords de l'ouest og gæti útlagst sem Ísland - Vestfirðir, er fylgst með dularfullri og ævintýralegri ferð hans um Strandir, Vestfirði og víðar um landið.

Lesa meira...

Strandagaldur hlaut Eyrarrósina

ImageStrandagaldur hlaut Eyrarrósina, ein helstu menningarverðlaun landsins, afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Verðlaunin eru veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni og tóku þeir Sigurður Atlason framkvæmdastjóri og Magnús Rafnsson formaður stjórnar Strandagaldurs við verðlaununum úr hendi Dorritar Moussaieff forsetafrúr sem er verndari Eyrarrósarinnar. Verðlaunagripurinn er listaverk eftir Steinunni Þórarinsdóttir og einnig fylgir fjárstyrkur að upphæð 1.5 milljón, auk flugmiða frá Flugfélagi Íslands.

Lesa meira...

Háskólakennsla hefst hjá Þjóðtrúarstofunni

Image "Föstudagurinn 23. febrúar verður merkisdagur hér á Ströndum, en þá fer í fyrsta skipti fram kennsla á háskólastigi á Hólmavík þar sem heimamenn sjá um kennsluna," segir Jón Jónsson þjóðfræðingur og forstöðumaður Þjóðtrúarstofunnar sem er deild innan Strandagaldurs . Von er á 15-20 manna hópi af meistaraprófsnemum í Hagnýtri menningarmiðlun við Hugvísindadeild Háskóla Íslands, en Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur hefur umsjón með þessari námsbraut. Þeir eru að taka námskeið um menntatengda ferðaþjónustu sem verður startað á Hólmavík og sjá Strandagaldursmenn um kennsluna sem fram fer á Café Riis. Svo heldur námskeiðið áfram á Ísafirði um helgina, en það er haldið á vegum Háskóla Íslands og Háskólaseturs Vestfjarða. 

Lesa meira...

Strandagaldur tilnefndur til Eyrarrósarinnar 2007

Eyrarrósin 2007Strandagaldur er eitt þriggja verkefna sem tilnefnt er til menningarverðlaunanna Eyrarrósin 2007. Hin verkefnin tvö eru Safnasafnið í Eyjafirði og Skálholtshátíð í Skálholti. Afhending verðlaunanna fara fram á Bessastöðum miðvikudaginn 21. febrúar n.k. og þá kemur í ljós hvert þessarra þriggja verkefna hlýtur aðal viðurkenninguna. Í umsögn dómnefndar um tilnefningu Strandagaldurs segir: 

"Strandagaldur stendur að fjölbreyttum verkefnum og sýningum á sviði þjóðfræði og sýningarhalds og hefur frá því að það var opnað vakið verðskuldaða athygli innanlands og utan. Sérstaða svæðisins er nýtt til að draga fram íslenska þjóðtrú og sögu og óhætt er að fullyrða að verkefnið á sér enga hliðstæðu á heimsvísu. Metnaður og fagþekking eru höfð að leiðarljósi. Starfsemin hefur jákvæð áhrif á byggðaþróun og uppbyggingu atvinnulífs héraðsins sem aftur styrkir stoðir þess og dregur athygli ferðamanna að því. Rík þátttaka heimafólks í starfinu er til fyrirmyndar."

Lesa meira...

Fleiri greinar...

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

9