Fréttir

Galdrasýning á Ströndum á Hólmavík11. janúar 2005
Á næstu vikum fer í gang verkefni hjá Strandagaldri við vöruþróun minjagripa fyrir Galdrasýningu á Ströndum, en stefnt er að því að minjagripagerð sýningarinnar verði að mestu sjálfbær um gerð muna sem seldir verða í sölubúðinni í framtíðinni.

Frá því að Galdrasýning á Ströndum opnaði vorið 2000 hefur verið unnið markvisst að því að auka tekjur af minjagripasölu. Á síðasta ári var velta sölubúðarinnar orðin nánast jafnmikil og aðgöngumiðasala en stefnt er að því að á komandi árum verði velta sölubúðarinnar tvöfalt meiri en tekjur af aðgangseyri.

Read more...

Strandanornir9. janúar 2005
Í fréttatilkynningu frá Landskerfi bókasafna kemur fram að bókin Strandanornir eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir var sú barnabók sem hvað oftast var lánuð út á almenningsbókasöfnum landsins á árinu 2004. Bókin sem gerist hér á Ströndum er í öðru sæti á lista yfir barnabækur, en það er aðeins ritröðin Gæsahúð sem oftar var lánuð en það er ritröð með 7 bókum. Strandagaldur er nú að hefja af krafti kynningu á samkeppni um galdrasögur og ljóð eftir börn á aldrinum 8-12 ára, enda virðist áhugi á þess háttar bókmenntum aldrei hafa verið meiri.

Read more...

Galdrasýningin
3. desember 2004
Undanfarna mánuði hefur Strandagaldur unnið að margskonar hugmyndum um eflingu þjónustu til ferðamanna á svæðinu og þar hefur m.a. komið upp sú hugmynd að taka í notkun samskipta- og upplýsingatækni sem byggir á notkun farsímakerfisins.

Read more...

Page 16 of 16

16
Next
End

Mailing list

Restaurant Galdur