Fréttir

ImageKotbýli kuklarans í Bjarnarfirði opnar með sumaropnun í dag, þann 15. júní. Þetta verður þriðja starfsár kotbýlisins en það var opnað fyrst þann 23. júli árið 2005. Kotbýli kuklarans er bústaður ímyndaðs galdramanns og gestir kynnast því hvernig leiguliðar á 17. öld bjuggu og skyggnst er inn í hugarheim almúgafólks tímabilsins meðan galdrafárið gekk yfir Ísland og fjallað um til hvaða ráða það gat gripið til að létta sér lífsbaráttuna og gera morgundaginn eilítið bærilegri en gærdaginn. Þjóðtrúarþema Kotbýlis kuklarans eru tröllin og í sumar verður unnið að því að koma upp ákveðinni tröllaleið í umhverfi kotbýlisins.

Read more...

ImageÁ Galdrasafninu á Hólmavík verður innan skamms hægt að kaupa framúrskarandi kaffi til að taka með eða njóta í galdragarðinum utan við sýninguna. Þar hefur verið bætt við borðum og bekkjum í vor svo gestir sýningarinnar og aðrir kaffiþyrstir geti notið góðs kaffisopa. Stefnt er að því að galdragarðurinn verði eins konar úti-kaffihús í sumar, en boðið verður upp á kaffi frá Kaffitári. Kaffigerðarvélin er væntanleg næstu daga en hún malar kaffið jafnóðum í bollann svo ferskleikinn verði í fyrirrúmi. Boðið verður einungis upp á kaffið í sérstökum Coffe-to-go málum og því upplagt að fá sér kaffisopa á Galdrasafninu til að taka með sér í skoðunarferð um Hólmavík. 

Read more...

galdrasafnið á HólmavíkGaldrasafnið á Hólmavík opnaði með sumaropnun í morgun og verður opið alla daga í sumar frá kl. 10:00 - 18:00. Safnið hefur verið starfandi frá árinu 2000 og því er áttunda starfssumarið að hefjast. Starfsfólk Galdrasafnsins á Hólmavík verða þau sömu í sumar og áður, þau Björk Bjarnadóttir þjóðfræðingur og Konráð Hentze Úlfarsson háskólanemi. Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði opnar þann 15. júní næstkomandi.

Þjóðsögur Jóns ÁrnasonarSkoffín, skuggabaldur og urðarköttur eru hættulegar og illar skepnur sem til eru frásagnir af í íslenskum þjóðsögum og sögnum. Skoffín er skepna sem kemur úr hanaeggi. Þegar hanar verða gamlir þá eiga þeir eitt egg og eru þau egg miklu minni en önnur hænuegg. Ef hanaeggi er ungað út þá kemur úr því sú meinvættur að allt sem hún lítur á liggur steindautt, svo banvænt er augnaráð hennar. 

Read more...

More Articles...

Page 8 of 16

8

Mailing list

Restaurant Galdur