
"Föstudagurinn 23. febrúar verður merkisdagur hér á Ströndum, en þá fer
í fyrsta skipti fram kennsla á háskólastigi á Hólmavík þar
sem heimamenn sjá um kennsluna," segir Jón Jónsson þjóðfræðingur og forstöðumaður Þjóðtrúarstofunnar sem er deild innan Strandagaldurs
. Von er á 15-20 manna hópi af
meistaraprófsnemum í Hagnýtri menningarmiðlun við Hugvísindadeild
Háskóla Íslands, en Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur hefur umsjón
með þessari námsbraut. Þeir eru að taka námskeið um menntatengda
ferðaþjónustu sem verður startað á Hólmavík og sjá Strandagaldursmenn
um kennsluna sem fram fer á Café Riis. Svo heldur námskeiðið áfram á
Ísafirði um helgina, en það er haldið á vegum Háskóla Íslands og
Háskólaseturs Vestfjarða.
Lesa meira...