Fréttir

Ferðamálaráð styrkir Strandagaldur

25. janúar 2005
Þau ánægjulegu tíðindi bárust forsvarsmönnum Strandagaldurs í dag að Ferðamálaráð hefði ákveðið að styrkja uppbyggingu á Kotbýli kuklarans að Klúku í Bjarnarfirði, annan áfanga Galdrasýningar á Ströndum með framlagi upp á tvær milljónir króna. Alls bárust Ferðamálaráði 146 umsóknir um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum á yfirstandandi ári en auglýst var eftir umsóknum um styrki um miðjan desember síðastliðinn.

Read more...

Galdraspilið Galdur

17. janúar 2005

Galdraspilið GaldurUndanfarin tvö ár hefur verið í þróun og vinnslu borðspilið Galdur hjá Galdrasýningu á Ströndum. Grundvallarhugmynd spilsins er tilbúin og spilið getur farið í útgáfu strax þegar heppilegur samstarfsaðili um útgáfuna finnst. Stefnt er að því að finna útgefanda á spilinu erlendis svo um stærri markað verði að ræða og að nýta útgáfu þess sem markaðssetningartæki fyrir verkefni Strandagaldurs.

Read more...

Strandagaldur í bókaflóði

14. janúar 2005
„Allt frá örófi alda hefur það verið eitt helsta umhugsunarefni ungra pilta og stúlkna hvernig þau geti haft áhrif á hitt kynið og vakið hjá því löngun í náin kynni. Yfir þessu hefur margur maðurinn orðið andvaka. Og þegar öll hefðbundin ráð til að heilla hitt kynið bregðast, freistast sumir til að beita galdri, reyna að virkja dulda krafta sér til hjálpar og fá sjálf náttúruöflin í lið með sér."

Þetta eru upphafsorð í inngangi bókarinnar Ástargaldrar sem er samstarfsverkefni Strandagaldurs og forlagsins edda uk Ltd. í Cambridge, Bretlandi.

Read more...

Strandagaldur þróar minjagripi

Galdrasýning á Ströndum á Hólmavík11. janúar 2005
Á næstu vikum fer í gang verkefni hjá Strandagaldri við vöruþróun minjagripa fyrir Galdrasýningu á Ströndum, en stefnt er að því að minjagripagerð sýningarinnar verði að mestu sjálfbær um gerð muna sem seldir verða í sölubúðinni í framtíðinni.

Frá því að Galdrasýning á Ströndum opnaði vorið 2000 hefur verið unnið markvisst að því að auka tekjur af minjagripasölu. Á síðasta ári var velta sölubúðarinnar orðin nánast jafnmikil og aðgöngumiðasala en stefnt er að því að á komandi árum verði velta sölubúðarinnar tvöfalt meiri en tekjur af aðgangseyri.

Read more...

Galdrasögur vinsælar

Strandanornir9. janúar 2005
Í fréttatilkynningu frá Landskerfi bókasafna kemur fram að bókin Strandanornir eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir var sú barnabók sem hvað oftast var lánuð út á almenningsbókasöfnum landsins á árinu 2004. Bókin sem gerist hér á Ströndum er í öðru sæti á lista yfir barnabækur, en það er aðeins ritröðin Gæsahúð sem oftar var lánuð en það er ritröð með 7 bókum. Strandagaldur er nú að hefja af krafti kynningu á samkeppni um galdrasögur og ljóð eftir börn á aldrinum 8-12 ára, enda virðist áhugi á þess háttar bókmenntum aldrei hafa verið meiri.

Read more...

More Articles...

Page 14 of 14

14
Next
End