Fréttir

Við höfum eignast fjölmarga góða viðskiptavini

Image
Our museum online-shop
Viðskiptavinir okkar um allan heim eru mjög ánægðir með að versla í netverslun okkar. Þeir koma allstaðar að úr veröldinni og eru sérstaklega glaðir með góð samskipti og snögga þjónustu. Galdrasýningu á Ströndum hefur borist fjöldinn allur af ánægjulegum tölvupósti þar sem þakkað er fyrir góð viðskipti. Það eru skilaboð sem gaman er að lesa. Netverslunin skiptir orðið meira máli með hverju ári í rekstri Galdrasýningar á Ströndum og við viljum koma á framfæri kærum þökkum til okkar fjölmörgu viðskiptavina og vonumst til að geta gert enn betur í framtíðinni. Hér að neðan er hægt að lesa nokkur skilaboð fá viðskiptavinum netverslunarinnar. 

Read more...

Ritið Galdramenn er komið út

Image
Galdramenn - Sorcerers
Frá upphafi vega hefur mannkynið beitt göldrum til að hafa áhrif á umhverfið og sig sjálft. Lengst af trúðu menn almennt á mátt galdra og hrifu þeir ekki síst vegna þess að á þá var trúað. Mannleg samfélög hafa því ávallt látið sig varða um galdra, en þó hefur afstaðan breyst í tímanna rás, ekki síst á miðöldum og fram eftir nýöld. Í þessu riti birtast tíu greinar sem byggjast á fyrirlestrum af ráðstefnunni "Galdur og samfélag á miðöldum" sem haldin var í Bjarnarfirði á Ströndum í september 2006. Greinarnar fjalla um samspil galdra og samfélags út frá ólíkum viðfangsefnum og eru dæmin ýmist frá Íslandi eða erlendis frá, úr sögulegum veruleika eða bókmenntum. Bókina er hægt að nálgast í sölubúð Strandagaldurs á vefnum með því að smella hér.  

Read more...

Rannsóknin á Strákatanga breytir sögu 17. aldar á Íslandi

Um sextíu manns mættu á opinn dag Strandagaldurs og Náttúrustofu Vestfjarða á Strákatanga í Hveravík s.l. laugardag þar sem fram fór kynning á 17. aldar hvalveiðistöðinni sem rannsökuð hefur verið þar frá árinu 2004. Í ljós hafa komið mikil mannvirki sem tengjast hvalbræðslu erlendra manna. Engar heimildir er að finna um bræðsluna í skráðri sögu 17. aldar á Íslandi og ljóst má vera að starfsemi hennar hefur verið haldið leyndri gagnvart æðstu yfirvöldum á sínum tíma og síðan fallið í gleymskunnar dá. Í meðfylgjandi myndbandi að neðan er umfjöllun um rannsóknina í viðtali við Ragnar Edvardsson fornleifafræðing.

Mikilla tíðinda að vænta af fornleifauppgröftri

Hugmynd að útliti bygginganna á Strákatanga.Næstkomandi laugardag, þann 6. september verður opinn dagur á Strákatanga þar sem gestum gefst tækifæri á að fræðast um fornleifarannsóknirna sem hafa staðið þar yfir nokkur undanfarin ár. Fleiri minjar eru sífellt að koma í ljós sem tengjast erlendum hvalveiðimönnum við Steingrímsfjörð á 17. öld. Opni dagurinn á Strákatanga á laugardaginn stendur frá kl.13:00 til 16:00. Þá verður einnig uppljóstrað um mikilvægan fund í grennd við meginrústirnar sem gera rannsóknirnar enn meira spennandi og tengir Strákatanga jafnvel enn aftar í tíma. Fornleifavernd hefur þegar verið tilkynnt um þann fund, sem eins og fyrr segir verður ekki gerður opinskár fyrr en á opnum degi á laugardaginn.

Read more...

Haustþing Þjóðfræðistofu á Hólmavík

ImageÞann 13. september næstkomandi

Á Haustþingi Þjóðfræðistofu, laugardaginn 13. september verður mikið um dýrðir. Þá mun Kristinn Schram forstöðumaður funda með fagráði sínu Hólmavík og halda kynningu á fræðasetrinu fyrir alla áhugasama. Að því loknu mun Dr. Cliona O'Carroll flytja erindi um gerð þjóðfræðilegra útvarpsþátta en Cliona er lektor við Háskólann í Cork á Írlandi og situr í fagráði Þjóðfræðistofu. Þjóðfræðistofa er rannsóknarstofnun og fræðasetur sem starfrækt er á Ströndum og sinnir rannsóknum og miðlun á landsvísu. Fyrirhugað er að hún verði sjálfbær vinnustaður háskólamenntaðra starfsmanna sem hafa menntun í íslenskum fræðum, þjóðfræði, sagnfræði og miðlun menningarsögu.

Read more...

More Articles...

Page 4 of 14

4