Fréttir

Strandagaldur gefur út Tvær galdraskræður

ImageÞann 23. júní 2008 gefur Strandagaldur út galdrabók sem heitir Tvær galdraskræður. Það er Magnús Rafnsson sem tók efnið í bókina saman. Bókina er að sjálfsögðu hægt að versla á Galdrasýningu á Ströndum og í vefbúð sýningarinnar með því að smella hér.

Galdrabækur og galdrastafir eru ýmist álitin vitleysa og fáfræði eða forboðin fræði sem geyma leifar af fornum átrúnaði. Slík rit léku stórt hlutverk í íslenskum galdramálum. Hér eru prentaðar tvær skræður eftir handritum frá því um 1800, einni öld eftir að hætt var að sækja menn til saka fyrir galdra.

Read more...

Þriðja og síðasta bindi Islandia komið út

ImageÞriðja bindi í þriggja bóka teiknimyndaseríunni Islandia eftir franska höfundinn Marc Védrines kom nýverið út í Frakklandi en eins og kunnugt er þá sækir höfundurinn innblástur í Galdrasýningu á Ströndum. Aðalsöguhetjan er franskur piltur á táningsaldri, Jacques að nafni, sem réði sig um borð í franskt fiskiskip í fyrsta bindinu og hélt til veiða við strendur Íslands á 17. öld.  Í öðru bindinu er fylgst með dularfullri og ævintýralegri ferð hans um Strandir, Vestfirði og víðar um landið. Í þriðja bindinu sem heitir L'empreinte du sorcier og gæti útlagst sem Í fótspor galdramannsins á íslensku lýkur svo ævintýri söguhetjunnar og þessarar skemmtilegu teiknimyndaseríu.

Read more...

Fimmtán meintar nornir brenndar í Kenýa

ImageÆstur múgur í vesturhluta Kenýa brenndi fimmtán konur lifandi þar sem þær voru grunaðar um galdra. Atburðurinn átti sér stað í Nyamaiya-héraði og segir héraðsstjórinn, Mwangi Ngunyi, ólíðandi að fólk taki lögin í sínar hendur vegna gruns um glæp. Segir hann að þeir sem stóðu á bak við morðin verði fundnir og dæmdir fyrir athæfið.
Um eitt hundrað manna hópur fór hús úr húsi í þorpinu Nyakeo í gærkvöld þar sem konurnar voru teknar höndum og kveikt í þeim.
Ættingjar kvennanna eru niðurbrotnir segir eiginmaður einnar að hann trúi því ekki að eiginkona hans til fjölda ára hafi verið tekin af lífi án dóms og laga.

Viðskiptavinir netversunarinnar eru ánægðir með þjónustuna

Image Sölubúð Galdrasýningar á Ströndum skiptir orðið talsverðu máli í rekstri stofnunarinnar en hægt hefur verið að versla vörur í öruggu umhverfi á vefnum í þrjú ár um þessar mundir. Það kemur á helst á óvart hvað íslendingar eru duglegir að nýta sér þessa þjónustu en það lætur nærri að helmingur pantana í gegnum sölusíðuna komi frá Íslandi. Viðskiptavinir netverslunarinnar eru afar ánægðir með þjónustuna og sérstaklega hraða hennar. Vörur sem pantaðar eru tímanlega á degi hverjum berast undantekningarlítið viðskiptavininum í hendur strax næsta dag. Hér að neðan er hægt að skoða graf yfir hlutfall íslenskra og erlendra viðskiptavina sölubúðarinnar á vefnum.

Read more...

Ferðablað 2008 um Strandir og Reykhólasveit

Ferðablaðið fyrir sumarið 2008, Á ferð um Strandir og Reykhólasveit kom út á Sumardaginn fyrsta. Það er Arnkatla 2008 sem stendur fyrir útgáfunni í samstarfi við Markaðsstofu Vestfjarða. Ferðablaðið sem er tólf blaðsíður er prentað í 20 þúsund eintökum verður dreift á upplýsingamiðstöðvar um allt land. Einnig mun það liggja frammi á öllum viðkomustöðum ferðamanna á svæðinu. Í ferðablaðinu er hægt að kynnast því helsta sem er að gerast í ferðaþjónustu á Ströndum og í Reykhólasveit.  Blaðið er einnig hægt að nálgast í tölvutæku formi með því að smella hér.

More Articles...

Page 5 of 14

5